14 daga skilafrestur
14 daga skilafrestur

Um okkur

Noomi er netverslun sem kappkostar að bjóða upp á tískuvörur á góðu verði. Okkar markmið er að bjóða viðskiptavinum okkar úrvals þjónustu allt frá kaupum til afhendingar.

Eigandi noomi.is er heildverslunin Molly ehf. Molly ehf. var stofnað af vinum árið 2019 í Borås í Svíþjóð. Eftir að hafa verið búsett í Svíþjóð í fjölmörg ár langaði okkur að nýta þá miklu reynslu sem við höfum aflað okkur í Svíþjóð bæði í námi sem og starfi. Við fengum það spennandi tækifæri að vera umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi og erum við ótrúlega spennt fyrir því að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessar flottu vörur á frábæru verði.

Gina Tricot er sænsk tískukeðja sem býður konum upp á spennandi tískuvörur í yfir 30 löndum.  Þeirra mottó er að gera hlutina einfalda bæði í vinnu og hönnun.  Gina Tricot hefur mikla ástríðu fyrir tísku og setur markmiðið að bjóða viðskiptavinum upp á ný og áhugaverða verslunar upplifun.

Mikla tísku fyrir lítinn pening, svo hljóðaði viðskiptahugmynd Appelqvist fjölskyldunnar frá fyrstu stundu við eldhúsborðið í Borås. Þessi kítlandi hugsun um að koma konum skemmtilega á óvart í hvert skipti sem þær skoðuðu verðmiðann var byrjunin hjá Gina Tricot sem var stofnað árið 1997 með 12 verslanir í Svíþjóð.

Í dag er Gina Tricot með yfir 180 verslanir í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ásamt því að vera með netverslanir víða í Evrópu. Hjá Gina Tricot starfa 1900 manns og 98% þeirra eru konur. Gina Tricot leggur ríka áherslu á að byggja upp stolt fyrirtækisins að innan sem að utan þar sem fókus er á konur og sterka kvenímynd.

en_USEnglish